Eins og alltaf er mikilvægt að skoða vel stærðirnar sem eru í boði. Málin sem eru gefin upp segja til um stærðirnar á peysunum sjálfum og ég hvet fólk til að skoða þau frekar en nöfnin á stærðunum. Við erum öll alls konar og stundum föllum við á milli stærða. Yfirvíddin er mikilvægust en hún segir til um málin yfir brjóstkassann. Lengd á ermum og bol er alltaf hægt að breyta og auðvelt er að máta peysuna jafnóðum þar sem hún er prjónuð ofan frá og niður. Skoðið vel prjónfestuna til að tryggja að þið endið með flík í réttri stærð!
Stærðir: (XS) S (M) L (XL) 2XL (3XL)
Yfirvídd: (101) 106 (112) 120 (124) 131 (136) cm
Lengd á bol frá handvegi: (36) 38 (40) 42 (44) 46 (48) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 16 lykkjur og 23 umferðir slétt prjón á 5 mm prjóna
Garn
Einn þráður Pernilla frá Filcolana: (250) 300 (300) 350 (400) 400 (450) gr / 175 m og einn þráður Brushed lace frá Mohair by Canard (eða annar silkomohair þráður, t.d. Tilia frá Filcolana): (100) 125 (125) 125 (150) 150 (175) gr / 210 m
Eða…
einn þráður Håndverksgarn frá Hjeltholts Uldspinderi (400) 400 (500) 600 (700) 700 (800) gr / 200 m
Í uppskriftinni eru myndir af tveimur peysum. Fjólubláa peysan er prjónuð úr Pernilla (Slightly Purple) og Tilia (Fresia) en ferskjulita peysan er prjónuð úr Pernilla (Cantaloupe Melange) og Brushed lace (Tabasco).
Prjónar
Hringprjónar: 4 mm (40 og 80 cm) og 5 mm (40 og 80 cm)
Sokkaprjónar: 4 og 5 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)