Sólskinshúfan er prjónuð frá stroffi og upp á kollinn þar sem lykkjunum fækkar smám saman. Geislarnir á húfunni eru myndaðir með því að taka lykkjur óprjónaðar á milli prjóna með því að stinga prjóni aftan í lykkjurnar og færa þær þannig yfir.
Grunnupplýsingar
Stærðir: 3–6 mán (6–12 mán) 2–4 ára (5–7 ára) 8–9 ára (S) M ( L)
Ummál: u.þ.b. 35 (38) 42 (46) 46 (48) 48 (52) cm
Barnahúfa (stærðir 3 mán – 9 ára)
Prjónar: 3,5 mm, 30–40 cm hringprjónn og 3,5 mm sokkaprjónar
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 26 L og 36 umf á 3,5 mm prjóna
Garnmöguleikar fyrir barnahúfu
Ef notaður er einn þráður: Húfa með mjóu stroffi: 50 gr [með uppábroti: 50 (50) 50 (100) 100) gr] Pernilla frá Filcolana eða Semilla GOTS.
Ef notaðir eru tveir þræðir: 50 gr Merino frá Knitting for Olive eða Arwetta frá Filcolana
eða Sunday frá Sandnes eða Yaku frá CaMaRose prjónað með 25 gr af Soft silk mohair frá
Knitting for Olive eða Tynn silk mohair frá Sandnes eða Midnatssol frá CaMaRose eða
Alpaca 1 frá Isager eða Alpakka fölgetrad frá Sandnes eða Alva frá Filcolana.
Fullorðinshúfa (Stærðir S, M og L)
Prjónar: 4 mm, 40 cm hringprjónn og 4 mm sokkaprjónar
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 L og 30 umf á 4 mm prjóna
Garnmöguleikar fyrir fullorðinshúfu
Ef notaður er einn þráður: 100 gr Peruvian highland wool frá Filcolana eða POP merino.
Ef notaðir eru tveir þræðir: Húfa með mjóu stroffi: 50 gr [með uppábroti: 50 (50) 100) gr] Pernilla frá Filcolana eða Semilla GOTS prjónað með 25 gr Silk mohair frá Filcolana eða Soft Silk mohair frá Knitting for Olive eða Alpaca 1 frá Isager eða Midnatssol frá CaMaRose eða Tynn silk mohair frá Sandnes.