Uppskriftin að Sólskinsbolnum kemur í níu stærðum. Málin sem eru gefin upp segja til um stærðina á flíkinni sjálfri og ég hvet fólk til að skoða þau frekar en nöfnin á stærðunum. Það er ekki gert ráð fyrir mikilli hreyfivídd í uppskriftinni en það er þó alltaf smekksatriði hversu víðar við viljum hafa flíkurnar. Þegar þið veljið stærð er það yfirvíddin sem er mikilvægust en hún segir til um málin yfir búkinn þar sem hann er breiðastur. Lengd á ermum og bol er alltaf hægt að breyta og auðvelt er að máta bolinn jafnóðum þar sem hann er prjónaður ofan frá og niður. Það getur verið skynsamlegt að bæta við garni ef þið hyggist lengja ermar eða bol.
Grunnupplýsingar
Stærðir: (XS) S (M) L (XL) 2XL (3XL) 4XL (5XL)
Yfirvídd: (89) 93 (97) 104 (111) 121 (133) 143 (157) cm
Lengd á bol að frátöldu stroffi í hálsmáli: (48) 51 (54) 57 (60) 63 (66) 69 (72) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 24 lykkjur og 38 umferðir slétt prjón á 3,5 mm prjóna
Garn
Eddugarn frá Garnbúð Eddu: (250) 300 (300) 300 (350) 350 (400) 400 (450) gr
Le Petit Organic Cotton frá Biches & Buches: (250) 300 (300) 300 (350) 350 (400) 400 (450) gr
Bolurinn á forsíðumyndinni er úr Eddugarni í litnum Vinda.
Prjónar
Hringprjónar: 3 mm (40 cm) og 3,5 mm (40 og 80 cm)
Sokkaprjónar: 3 mm