Sólskinsbarnabolur

$8,95

Sólskinsbarnabolurinn er hluti af Sólskinslínunni frá Vindu. Upprunalega Sólskinsbarnapeysan var hlý ullarpeysa með munstri sem minnti á geisla sólarinnar.  Sólskinsbolurinn er hinsvegar tilvalinn til að nota á íslenskum sumardegi þegar sólin skín, nú eða bara inni í upphituðum húsum.

Sólskinsbarnabolurinn er prjónaður ofan frá og niður. Fyrst er stroffið í hálsmálinu prjónað í hring. Eftir það er berustykkið prjónað með jöfnum útaukningum þannig að lykkjunum fjölgar á sama tíma og sólargeislarnir eru myndaðir með því að færa lykkjur óprjónaðar á milli prjóna.

Sjá frekari upplýsingar neðar á síðunni.

Grunnupplýsingar
Stærðir: 1 (2) 4 (6) 8 (10) ára
Yfirvídd: u.þ.b. 59 (62) 66 (73) 77 (82) cm
Lengd á bol að framan frá hálsmáli: 30 (33) 36 (38) 46 (52) cm

Prjónfesta: 10 x 10 cm = 26 lykkjur og 38 umferðir slétt prjón á 3 mm prjóna

Garn
Bio Balance GOTS frá BC garn eða Merci frá Filcolana: 100 (100)100 (150) 150 (150) gr.

Græni bolurinn er úr Bio Balance í litnum lime og bleiki bolurinn úr Merci í litnum strawberry saiquiri.

Prjónar
Hringprjónar: 2,5 mm (40 cm) og 3 mm (40 og 60 cm)
Sokkaprjónar: 2,5 og 3 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)

Annað
8 prjónamerki