Melkorka

$9,11

Melkorka er stílhrein peysa með einföldum munsturbekk. Hún er tilvalin fyrir kaffihús í borginni á veturna eða ættarmót í sveitinni á sumrin. Hægt er að velja hvort hún er prjónuð úr dúnmjúku alpacagarni eða íslenskum plötulopa með mjúkum fylgiþræði.

Peysan er prjónuð ofan frá og hægt er að velja hvort prjónuð er upphækkun aftan á hálsmáli með stuttum umferðum.

Frekari upplýsingar eru neðar á síðunni

Grunnupplýsingar
Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL) 5XL
Yfirvídd: 97 (100) 109 (114) 120 (131) 137 (146) 151 cm
Lengd á bol að framan frá uppfiti: 53 (55) 56 (57) 59 (61) 63 (65) 67 cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 14 lykkjur og 20 umferðir slétt prjón á 6 mm prjóna

Garn

Athugið að gefnir eru upp tveir garnmöguleikar og í báðum tilvikum er tveimur þráðum haldið saman.

Garnmöguleiki 1: Alpaca 3 frá Isager prjónað með Silk mohair frá Isager
Litur A: 250 (300) 300 (350) 400 (400) 450 (500) 500 gr af Alpaca 3 og 75 (75) 100 (100) 125 (125) 125 (150) 150 gr af Silki mohair
Litur B: 50 (50) 50 (100) 100 (100) 100 (150) 150 gr af Alpaca 3 og 25 (25) 25 (25) 25 (25) 50 (50) 50 gr af Silk mohair
Brúna peysan á forsíðunni er prjónuð úr Alpaca 3 (litir 8s og E6s) og Silk mohair (litir 7s og 6)

Garnmöguleiki 2:  Einfaldur plötulopi frá Istex prjónað með Soft fine frá Isager
Litur A: 200 (300) 300 (300) 400 (400) 500 (500) 500 gr af plötulopa og 100 (125) 125 (150) 150 (175) 175 (175) 200 gr af Soft fine.
Litur B: 100 (100) 100 (100) 100 (100) 100 (100)  gr af plötulopa og 25 (25) 25 (50) 50 (50) 75 (75) 100 gr af Soft fine.
Gráa peysan er prjónuð úr einföldum plötulopa (litir 1026, 9102 og 2025) og Soft fine (litir E2s og 11) Í munsturbekknum eru notaðir tveir litir af plötulopa en einn litur af Soft fine.

Prjónar
Hringprjónar: 5 mm (40 cm og 80 cm) 6 mm (60 cm og 80 cm)
Sokkaprjónar: 5 mm og 6 mm