Melkorka litla

$9,37

Melkorka litla er barnaútgáfan af fullorðinspeysunni Melkorku. Hún er hlý og mjúk, með einföldum munsturbekk og prjónuð ofan frá og niður. Peysan er fljótprjónuð á 5 mm prjóna og hentar vel allan ársins hring fyrir börn á aldrinum 2-12 ára.

Sjá frekari upplýsingar hér fyrir neðan.

Grunnupplýsingar
Stærðir: 2 (4) 6 (8) 10 (12) ára
Yfirvídd: 69 (74) 80 (86) 93 (97) cm
Lengd á bol að frátöldu stroffi í hálsmáli: 33 (39) 42 (45) 49 (50)
Prjónfesta:  10 x 10 cm = 16 lykkjur og 20 umferðir slétt prjón á 5 mm prjóna

Garn
Garnmöguleiki 1: Alpaca 3 frá Isager
Litur A: 150 (200) 250 (250) 300 (300) gr
Litur B: 50 gr í öllum stærðum

Garnmöguleiki 2: Sayama og Alpaca lace frá Pascuali
Litur A: 150 (200) 250 (250) 300 (300) gr Sayama prjónað með 50 (100) 100 (100) 100 (100) gr Alpaca lace.
Litur B: 50 gr Sayama prjónað með 50 gr. Alpaca lace í öllum stærðum

Prjónar
Hringprjónar: 4 mm (40 og 60 cm) og 5 mm (40 og 60 cm)
Sokkaprjónar: 4 og 5 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)