Innigolla

$8,66

Innigollan er sígild golla með V hálsmáli. Hún er prjónuð með aðferð sem gerir hana frekar þétta í sér og hlýja. Hugmyndin að Innigollunni kom til mín þegar mig langaði að prjóna mér gollu fyrir vinnuna en langaði helst ekki að prjóna mikið af brugðnum lykkjum og langaði heldur ekki að prjóna golluna í hring og klippa upp. Aðferðin sem ég nota byggir því aðeins á sléttum lykkjum þegar hún er prjónuð fram og til baka. Athugið að þó að gollan heiti Innigolla þá er alveg leyfilegt að nota hana úti!

Inniollan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka. Byrjað er á að prjóna bakstykkið niður fyrir handvegi, þar á eftir eru framstykkin prjónuð í sitthvoru lagi áður en allar lykkjur eru sameinaðar til að prjóna bolinn. Ermarnar eru gerðar með því að taka upp lykkjur í hring frá handvegi og með úrtökum niður að stroffi. Að lokum eru hnappalistarnir prjónaðir.

Sjá nánari upplýsingar neðar á síðunni

Innigollan kemur í átta stærðum. Gott er að skoða vel yfirvíddina þegar þið veljið stærð. Ég mæli með að hafa u.þ.b. 10–15 cm hreyfivídd, sem þýðir að gott er að velja stærð sem er 10–15 cm víðari en ummálið á búknum þar sem hann er breiðastur.

Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL)
Yfirvídd: 104 (109) 114 (119) 124 (134) 139 (149) cm
Lengd á bol að aftan (að hálsmáli frátöldu): u.þ.b. 50 (52) 54 (57) 59 (61) 63 (65) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 16 lykkjur og 40 umferðir með aðferðinni sem er notuð í uppskriftinni á 4 mm prjóna

Garn
Saga frá Filcolana: 200 (200) 250 (250) 250 (300) 300 (350) gr (300m/50gr)
með Silk mohair frá Isager: 150 (150) 150 (175) 200 (225) 250 (250) gr (212m/25gr)
(Ljósgráa gollan er úr Saga í litnum Very Light Grey (melange) og Silk mohair í litnum 0

eða…

Tvinni frá Isager: 200 (200) 250 (250) 300 (300) 350 (350) gr (510m/100gr)
með Brushed lace frá Mohair by Canard: 150 (150) 150 (175) 200 (225) 250 (250) gr (212m/25gr)

Prjónar
Hringprjónar: 4 mm (60 og 80100 cm), 3,5 mm (80100 cm) og 3 mm (80100 cm)
Sokkaprjónar: 4 og 3,5 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)

Annað
4 prjónamerki
4 tölur (u.þ.b. 2,5 cm í þvermál)