Uppskriftin að Gunnhildi kemur í átta stærðum. Eins og alltaf er mikilvægt að skoða vel stærðirnar sem eru í boði. Málin sem eru gefin upp segja til um stærðirnar á flíkunum sjálfum og ég hvet fólk til að skoða þau vel. Aldurinn sem er gefinn upp er ekki heilagur því börn geta verið ólík að stærð eftir aldri.
Grunnupplýsingar
Stærðir: 1 (2) 3 (4) 5 (6) 7 (8) ára
Yfirvídd: u.þ.b. 66 (68) 70 (74) 76 (80) 85 (88) cm
Lengd að aftan frá hálsmáli (að frátöldu stroffi): 35 (37) 40 (41) 43 (46) 47 (48) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 lykkja og 31 umferð slétt prjón á 4 mm prjóna
Garn
Scout frá Kelbourne woolens: 200 (200) 200 (200) 300 (300) 300 (400) gr af aðallit og 100 gr í rendurnar. Hvíta peysan er prjónuð úr Scout í litunum Natural og Hazelnut heather
eða
Skadi frá Hey mama wolf: 200 (200) 300 (300) 300 (400) 400 (500) gr af aðallit og 100 gr í rendurnar. Bláa peysan er prjónuð úr Skadi í litunum Sea Holly Blue og Mazarine blue.
Athugið að uppgefið garn er eingöngu í 100 gr hespum og gott að hafa í huga að ef notað er garn í 50 gr hespum getur verið nóg að nota eina hespu í rendurnar.
Prjónar
Hringprjónar: 4 mm (30–40 cm), 4 mm (60 cm) og 3,5 mm (60 cm)
Sokkaprjónar: 4 mm og 3,5 mm