Sólskinspeysa opin

$8,66

Opna Sólskinspeysan er eins og nafnið gefur til kynna opin útgáfa af Sólskinspeysunni sem kom út fyrir stuttu. Hugmyndin að Sólskinspeysunni kom til mín á köldum haustdegi þegar mig langaði að gera peysu sem minnti mig á vorið og sumarið og úr varð peysa með mynstri sem líkist yljandi sólargeislum. Þegar upprunalega Sólskinspeysan var tilbúin sá ég fljótt að ég yrði að gera opna peysu því eins og lokaðar peysur eru nú fallegar þá eru opnu peysurnar ekki bara fallegar heldur líka praktískar. Við þekkjum það öll að vera í  íslensku sumarveðri sem er of hlýtt fyrir lokaða peysu en samt ekki alveg nógu hlýtt til að vera á bolnum.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka, slétt á réttunni og brugðið á röngunni. Hnappalistarnir eru prjónaðir samhliða peysunni sjálfri. Eftir hálsmálið er berustykkið prjónað með jöfnum útaukningum þannig að lykkjunum fjölgar á sama tíma og sólargeislarnir eru myndaðir.

Nánari upplýsingar neðar á síðunni

Uppskriftin að opnu Sólskinspeysunni kemur út í átta stærðum. Eins og alltaf er mikilvægt að skoða vel stærðirnar sem eru í boði. Málin sem eru gefin upp segja til um stærðirnar á peysunum sjálfum og ég hvet fólk til að skoða þau frekar en nöfnin á stærðunum. Við erum öll alls konar og stundum föllum við á milli stærða. Yfirvíddin á opnu Sólskinspeysunni er örlítið minni en á lokuðu peysunni því sjálfri mér finnst betra að hafa opnar peysur aðeins þrengri og oft hneppi ég bara einni eða tveimur tölum. Peysan er þó ekki þröng í sniðinu en gert er ráð fyrir u.þ.b. 6 cm hreyfivídd. Það þýðir að gert er ráð fyrir að peysan sé um 6 cm víðari en ummálið þar sem búkur-inn er breiðastur á manneskjunni. Lengd á ermum og bol er alltaf hægt að breyta og auðvelt er að máta peysuna jafnóðum þar sem hún er prjónuð ofan frá og niður. Það getur verið skynsamlegt að bæta við garni og mögulega tölum ef þið hyggist lengja ermar eða bol.

Size: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL)
Bust: 94 (100) 105 (114) 121 (126) 134 (139) cm
Lengd á bol að framan að meðtöldu hálsmáli: 54 (55) 57 (59) 62 (64) 66 (68) cm
Gauge: 10 x 10 cm = 16 lykkjur og 23 umferðir slétt prjón á 5 mm prjóna

Yarn
One strand Jensen frá Isager: 300 (300) 350 (400) 500 (550) 550 (600) gr / (250 m / 100 gr) Held together with Brushed lace frá Mohair by Canard (eða annar fylgiþráður): 100 (100) 125 (125) 125 (150)175 (175) gr (210 m / 25 gr)

eða…

One strand Pernilla frá Filcolana: (250) 300 (300) 350 (400) 400 (450) gr (175 m / 50 gr) og einn þráður Tilia frá Filcolana (eða annar fylgiþráður): (100) 100 (125) 125 (150) 150 (175) gr (210 m / 25 gr).

Græna peysan á forsíðunni er prjónuð úr Jensen í litnum 46s og Brushed lace í litnum Atlantic. Ljósa peysan á bls. 4 er prjónuð úr Pernilla í litnum Oatmeal Melange og Brushed lace í litnum Sand.

Needles
Hringprjónar: 4 mm (u.þ.b. 60 og 100-120 cm) og 5 mm (u.þ.b. 60 og 100-120 cm)
Sokkaprjónar: 4 og 5 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)

Other
Tvö prjónamerki
6 (6) 6 (7) 7 (7) 7 (7) tölur u.þ.b. 2 cm í þvermál