Sólskinsgalli

$10,58

Sólskinsgallinn er ungbarnagalli fyrir sólargeisla á aldrinum 0-18 mánaða. Gallinn er hluti af Sólskinslínunni sem þekkist á því að á berustykkinu eru rendur sem minna á yljandi geisla sólarinnar.

Sólskinsgallinn er prjónaður ofan frá og niður, fram og til baka, slétt á réttunni og brugðið á röngunni. Hnappalistarnir eru prjónaðir samhliða gallanum sjálfum og hnappagöt á hægri hnappalista.

Sjá frekari upplýsingar neðar á síðunni

Málin sem eru gefin upp segja til um stærðina á flíkinni sjálfri og aldurinn er bara til viðmiðunar því börn geta verið ólík að stærð. Hægt er að lengja og stytta ermar og skálmar eftir þörfum þar sem gallinn er prjónaður ofan frá og niður.

Grunnupplýsingar
Size: (0) 1-3 (3-6) 6-9 (9-12) 12-18 mánaða
Bust: u.þ.b. (47) 50 (53) 55 (58) 61 cm
Gauge: 10 x 10 cm = 28 lykkjur og 38 umferðir slétt prjón á 3 mm prjóna

Yarn
Camper frá Kelbourne Woolens: (100) 150 (150) 200 (200) 250 gr (183m/50gr)
eða…
The Merry Merino 220 GOTS frá Kremke Soul Wool: (100) 150 (150) 200 (200) 250 gr (220m/50gr)

Græni gallinn á forsíðunni er prjónaður úr Camper í litnum Mint og fjólublái gallinn er prjónaður úr The Merry Merino 220 í litnum Lilac.

Needles
Hringprjónar: 2,5 mm (u.þ.b. 40 og 60 cm) og 3 mm (u.þ.b. 40 og 60 cm)
Sokkaprjónar: 2,5 og 3 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)

Other
8-10 tölur u.þ.b. 13-15 mm í þvermál