Kopar

$7,28

This pattern is currently only available in Icelandic. Peysan Kopar varð til þegar mig langaði í létta sparilega peysu sem væri víð í sniðinu en ekki of síð. Peysan passar því vel yfir kjól en það er auðvitað hægt að nota hana við hvað sem er. Ef þið viljið breyta síddinni skuluð þið passa að bæta við garni svo þið eigið örugglega nóg garn í réttum lit. Hægt er að skipta út garntegundum að vild. Sumt fólk þolir mohair illa og þá er hægt að nota annað garn sem er létt í sér. Peysan Kopar er klassísk laskaermapeysa, frekar víð í sniðinu og prjónuð ofan frá og niður.

Nánari lýsing á peysunni hér fyrir neðan

Peysan Kopar er prjónuð úr þykku silki mohair garni og er frekar þétt í sér. Hægt er að prjóna hana úr þynnra mohair garni eða öðru léttu garni sem er ekki úr mohair eins og gefið er upp hér fyrir neðan. Athugið að peysan verður gisnari ef notað er fíngerðara garn. Mikilvægt er að gera prjónfestuprufu til að fá peysu í réttri stærð og með ákjósanlegri áferð. Málin hér fyrir neðan eru málin á peysunni sjálfri.

Stærðir: (XS) S (M) L (XL) 2XL (3XL)
Yfirvídd: (100) 108 (115) 123 (130) 137 (142) cm
Ermalengd: (42) 43 (44) 45 (46) 47 (48) cm
Lengd aftan á bol frá hálsmáli (stroff talið með): (57) 59 (61) 63 (65) 66 (67) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 16 lykkjur og 23 umferðir slétt prjón á 5 mm prjóna

Yarn
Bettaknit Kiss Me Mohair (litur Jade): (250) 275 (300) 325 (350) 375 (400) gr eða

u.þ.b. (750) 825 (900) 975 (1050) 1125 (1200) metrar.

Hægt er að nota annað garn með sömu prjónfestu eða tvöfaldan þráð af fíngerðara garni, t.d. Drops brushed alpaca silk. Það garn er líka hægt að nota einfalt fyrir gisnari áferð. Styðjist við metrafjölda til að áætla magn og tvöfaldan metrafjölda ef þið notið tvöfaldan þráð.

Prjónar
Hringprjónar: 4 mm (40 og 80 cm) og 5 mm (40 og 80 cm)
Sokkaprjónar: 4 og 5 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)