Jórvík stuttermabolur

$9,37

Jórvík stuttermabolur er sígildur bolur með hringlaga berustykki. Hnútarnir á efri hluta berustykkisins gefa honum skemmtilegt útlit og hægt er að nota hann bæði hversdags og spari. Aftan á bolnum er klauf sem lokað er með einni tölu.

Bolurinn er prjónaður ofan frá, fyrst með jöfnum útaukningum og svo með laskaútaukningum.

Frekari upplýsingar neðar á síðunni.

Grunnupplýsingar
Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL) 5XL
Yfirvídd: u.þ.b. 92 (95) 102 (111) 119 (128) 134 (145) 153 cm
Lengd á bol að framan frá uppfiti: 48 (49) 50 (51) 52 (53) 54 (55) 56 cm
Gauge:  10 x 10 cm = 20 lykkjur og 28 umferðir slétt prjón á 4 mm prjóna

Yarn
Jaipur Peace Silk frá BC garn: 100 (100) 150 (150) 150 (150) 150 (200) 200 gr (300m / 50gr) prjónað með Trio 1 frá Isager: 100 (100) 150 (150) 150 (150) 150 (200) 200 gr (350m / 50gr).

eða

Bio Balance GOTS frá BC garn: 100 (150) 150 (150-200) 200 (200) 200 (250) 250 gr (225m / 50gr) prjónað með Alpaca lace frá Pascuali 100 (100) 100 (100) 100 (100-150) 150 (150) 150 gr (400m / 50gr).

Græni bolurinn er prjóaður úr Jaipur Silk í litnum Olive og Trio 1 í litnum Green Tea.
Hvíti bolurinn er prjónaður úr Bio Balance í litnum Natural White og Alpaca lace í litnum White

Needles
Hringprjónar: 4 mm (30-50, 60 og 80 cm), 3,5 mm (30-50 cm) og 3 mm (80 cm)
Sokkaprjónar eða stuttur ermahringprjónn: 4 mm og 3 mm