Gefnar eru upp tvær tegundir af garni til að prjóna peysuna. Í báðum tilvikum eru notaðir tveir þræðir, einn úr ull og annar úr silki mohair. Rauðbleiku rendurnar í ljósu peysunni eru að vísu prjónaðir úr þremur þráðum en það er einfaldlega af því mér fannst liturinn í því garni passa svo vel við ljósa aðallitinn. Ef þið eruð í vafa hvaða garn þið viljið nota er gott að hafa í huga að Jensen garnið í ljósu peysunni er örlítið grófara og hlýrra en Pernilla garnið í dökku peysunni. Svo er auðvitað hægt að nota hvaða garn sem er með sömu prjónfestu, t.d. einfaldan plötulopa með fylgiþræði. Munið bara að gera prjónfestuprufu!
Stærðirnar sem eru gefnar upp í uppskriftinni eru málin á peysunni sjálfri. Mér finnst fallegt að hafa peysuna í víðari kantinum en fólk hefur auð-vitað mismunandi smekk. Gott er að velja stærð út frá yfirvíddinni sem er mæld yfir brjóstkassann og svo er hægt að laga bol og ermar að eiganda peysunnar.
Stærðir: (XS) S (M) L (XL) 2XL (3XL)
Yfirvídd: (104) 111 (119) 128 (136) 144 (151) cm
Lengd á bol frá hálsmáli (stroff meðtalið): (61) 63 (64) 66 (68) 60 (72) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 16 lykkjur og 23 umferðir slétt prjón á 5 mm prjóna
Aðallitur: Einn þráður af Isager Jensen (litur 6s): (300) 350 (350) 400 (500) 500-550 (550) gr með einum þræði af Isager Silk Mohair (litur 6): (100) 100 (125) 125 (150) 150-175 (175) gr
Rendur: Einn þráður af Isager Silk Mohair (litur 28) 25 gr með einum þræði af Isager Alpaca 2 (litur 1) 50 gr og einum þræði af Isager Merilin (litur 1) 50 gr.
Einnig er hægt að nota einn þráð af Isager Jensen 50 gr með einum þræði af Isager Silk Mohair 25 gr í rendur.
or...
Aðallitur: Einn þráður af Pernilla frá Filcolana (Dark chocolate): (200-250) 250 (250) 300 (350) 400 (400-450) gr með einum þræði af Tilia frá Filcolana (Coffee): (100) 100 (125) 125 (150) 150 (175) gr
Rendur: Einn þráður af Pernilla frá Filcolana (Seafoam): 50 gr með einu þræði af Tilia frá Filcolana (Rime frost): 25 gr.