Einarspeysa

$9,37

Einarspeysa er símunstruð laskaermapeysa sem heitir í höfuðið á manninum mínum. Peysan er miðlungsþykk og ótrúlega mjúk þar sem garnið er blanda af ull og alpacaull.

Einarspeysa er prjónuð ofan frá og niður. Byrjað er að prjóna stroffið á hálsmálinu í hring. Eftir það er stroffið brotið niður og prjónað eða saumað niður þannig að það verði tvöfalt. Aftari hluti hálsmáls er prjónaður fram og til baka með stuttum umferðum til að móta hálsmálið en eftir það er peysan prjónuð í hring eftir munsturteikningum.

Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan

Grunnupplýsingar

Size: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL)
Yfirvídd: u.þ.b. 102 (107) 111 (120) 125 (133) 136 (138) cm
Lengd á bol að aftan að frátöldu stroffi í hálsmáli: 68 (69) 71 (72) 74 (75) 76 (77) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 18 lykkjur og 22 umferðir slétt prjón á 5 mm prjóna

Yarn
Pura Lana frá Gepard (115m/50gr) og Alpaca 1 frá Isager (400m/50gr)
Litur A: 350 (350) 400 (400) 400 (450) 500 (500) gr af Pura Lana prjónað með 100 (100) 100 (150) 150 (150) (150) gr af Alpaca 1
Litur B: 150 (150) 150 (150) 150 (200) 200 (200) gr Pura Lana prjónað með 50 (50) 50 (50) 100 (100)100 (100) gr af Alpaca 1

Gráa peysan í uppskriftinni: Litur A er Pura Lana í lit 520 Lys Gra og Alpaca 1 í lit E3S og litur B er Pura Lana í lit 882 Flaskegrön og Alpaca 1 í lit 16
Dökkbláa peysan í uppskriftinni: Litur A er Pura Lana í lit 780 Midnatsbla og Alpaca 1 í lit 100 og litur B er Pura Lana í lit 718 Stövet Lysebla og Alpaca 1 í lit 11

Ef þið kjósið að nota annað garn en það sem er gefið upp þarf að passa að reikna út frá metrafjölda í dokkunum en ekki þyngd.

Prjónar
Hringprjónar: 4,5 mm (60 og 80 cm) og 5 mm (60 og 80 cm)
Sokkaprjónar: 4,5 mm og 5 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)