Carlsen krakkapeysa

$8,50

Carlsen krakkapeysa er krakkaútgáfa af peysunni Carlsen minkabana sem er ein af mínum fyrstu uppskriftum. Sú peysa er endurgerð af gamalli peysu sem langafi minn, Carl Anton Carlsen, átti en hann var danskur að uppruna og starfaði lengi sem minkabani ríkisins eftir að hann fluttist til Íslands. Langafi var goðsagnakennd persóna í íslensku þjóðlífi og gekk yfirleitt undir nafninu Carlsen minkabani.

Peysan er prjónuð ofan frá og byggist upp á tveimur munsturbekkjum með sígildu norsku munstri sem eru prjónaðir til skiptis niður peysuna.

Sjá meiri upplýsingar neðar á síðunni

Stærðir: (2) 3 (5) 7 (9) 11 (13) ára
Yfirvídd: (65) 70 (75) 85 (90) 95 (100) cm
Lengd á bol frá hálsmáli að aftan (að stroffi frátöldu): (35) 38 (42) 45 (50) 52 (56) cm
Gauge: 10 x 10 cm = 24 lykkjur og 27 umferðir munsturprjón á 4 mm prjóna

Yarn
Pernilla frá Filcolana (Litir á forsíðupeysunni eru Nougat (Melange) og Marzipan (Melange)
Litur A (stroff og munstur): (100) 100 (150) 150 (200) 200 (250) gr (175m/50gr)
Litur B (munstur): (100) 100 (100) 150 (150) 150 (200) gr (175m/50gr)

Needles
Hringprjónar: 3 mm (40 og 60 cm) og 4 mm (40, 60 og 80 cm)
3mm (US3) and 4 mm (US6) DPNs (or a long circular for magic loop method).

Other
Átta prjónamerki (þar af eitt sem er frábrugðið hinum)

Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Byrjað er að prjóna stroffið á hálsmálinu í hring. Eftir það er aftari hluti hálsmáls prjónaður fram og til baka með stuttum umferðum til að móta hálsmálið. Eftir það er peysan prjónuð í hring eftir munsturteikningum. Stykkinu er skipt upp í fjóra hluta: framstykki, bakstykki og tvö axlarstykki og á milli þessara hluta er laskalykkja, samtals fjórar laskalykkjur. Þegar berustykkið hefur verið prjónað er stykkinu skipt upp í bol og ermar með því að geyma ermalykkjur á bandi og fitja upp lykkjur undir ermum til að tengja saman bol. Eftir það er bolurinn prjónaður og að lokum ermar. hægt er að stjórna lengd á bol og ermum með því að enda eftir hvaða munsturbekk sem er eða hálfan munsturbekk.

Við val á stærðum er mikilvægt að hafa í huga að aldurinn sem er gefinn upp er einungis viðmið. Börn eru ólík að stærð eftir aldri og þess vegna er mikilvægt að skoða vel málin á peysunni og skoða fyrst og fremst hvaða yfirvídd passar barninu.

Munið að gera prjónfestuprufu til að peysan endi í réttri stærð. Prjónfestan miðast við munsturprjón eftir að búið er að þvo prjónlesið og leggja til. Farið upp um prjónastærð ef þið prjónið fast en niður um prjónastærð ef þið prjónið laust.