Alfífa hettutrefill

$7,80

Alfífa hettutrefill er trefill með áfastri hettu sem gott er að henda yfir sig þegar kalt er í veðri og úrkoma. Trefillinn er prjónaður með aðferð sem kallast hálf-klukkuprjón en sú aðferð gefur þykkt og mýkt og er því tilvalin í trefla.

Sjá frekari upplýsingar neðar á síðunni

Alfífa hettutrefill

Byrjað er framan á hettunni með því að gera snúrukant (e. I-cord). Eftir það eru teknar upp lykkjur meðfram snúrunni og kollurinn á hettunni prjónaður frá enni fram og til baka með hálfklukkuprjóni. Þegar réttri lengd á kolli er náð eru teknar upp lykkjur meðfram hliðum kollsins og þær sameinaðar lykkjunum aftan á kollinum. Þessar lykkjur eru prjónaðar fram og til baka með hálfklukkuprjóni niður fyrir eyru eða þar til komið er að því að skipta þeim í tvennt til að prjóna armana á treflinum.

Size: Lengd arma frá kolli er um 120 cm.
Gauge: 10 x 10 cm = 14 L og 30 umf hálfklukkuprjón á 6 mm prjóna.

Garn: 200 gr Puno frá Gepard eða Snefnug frá Camarose eða Brisa frá BC Yarn.
Hringprjónar: 6 mm (60 – 80 cm).