Gunnhildur litla

$8,66

Gunnhildur litla er barnaútgáfan af peysunni Gunnhildi sem kom út fyrir tveimur árum og ég nota mikið. Peysan er sígild röndótt peysa með laskaermum og passar við nánast allt.

Gunnhildur litla er prjónuð ofan frá og niður. Byrjað er á því að prjóna berustykkið fram og til baka til þess að móta hálsmálið á sama tíma og aukið er út til að fjölga lykkjum. Tengt er í hring eftir að búið er að móta hálsmálið og eftir það er peysan prjónuð í hring. Þegar berustykkið hefur verið prjónað er stykkinu skipt í bol og ermar. Í lokin er stroffið á hálsmálinu prjónað með því að taka upp lykkjur í hálsmálinu.

Uppskriftin að Gunnhildi kemur í átta stærðum. Eins og alltaf er mikilvægt að skoða vel stærðirnar sem eru í boði. Málin sem eru gefin upp segja til um stærðirnar á flíkunum sjálfum og ég hvet fólk til að skoða þau vel. Aldurinn sem er gefinn upp er ekki heilagur því börn geta verið ólík að stærð eftir aldri.

Grunnupplýsingar
Size: 1 (2) 3 (4) 5 (6) 7 (8) ára
Bust: u.þ.b. 66 (68) 70 (74) 76 (80) 85 (88) cm
Lengd að aftan frá hálsmáli (að frátöldu stroffi): 35 (37) 40 (41) 43 (46) 47 (48) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 lykkja og 31 umferð slétt prjón á 4 mm prjóna

Yarn
Scout frá Kelbourne woolens: 200 (200) 200 (200) 300 (300) 300 (400) gr af aðallit og 100 gr í rendurnar. Hvíta peysan er prjónuð úr Scout í litunum Natural og Hazelnut heather
eða
Skadi frá Hey mama wolf: 200 (200) 300 (300) 300 (400) 400 (500) gr af aðallit og 100 gr í rendurnar. Bláa peysan er prjónuð úr Skadi í litunum Sea Holly Blue og  Mazarine blue.

Athugið að uppgefið garn er eingöngu í 100 gr hespum og gott að hafa í huga að ef notað er garn í 50 gr hespum getur verið nóg að nota eina hespu í rendurnar.

Needles
Hringprjónar: 4 mm (30–40 cm), 4 mm (60 cm) og 3,5 mm (60 cm)
Sokkaprjónar: 4 mm og 3,5 mm