Steinunn

$8,65

Steinunn er peysa sem heitir í höfuðið á mömmu minni. Mamma kenndi mér að prjóna á 9. áratugnum og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Mamma er með klassískan smekk og þessi er gerð henni til heiðurs.

Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Byrjað er á að prjóna bakstykkið fram og til baka. Þegar komið er niður fyrir handveg eru lykkjurnar á bakstykkinu geymdar á bandi. Framstykkið er prjónað í tvennu lagi fram og til baka niður fyrir hálsmál. Bak- og framstykkið eru tengd í hring undir handvegi og prjónað niður þar til réttri sídd en náð. Ermar eru prjónaðar með því að taka upp lykkjur meðfram handvegi og prjóna niður og hálsmálið er prjónað með því að taka upp lykkjur í hálsopinu og prjóna upp.

Frekari upplýsingar eru neðar á síðunni

Steinunn peysa er víð í sniðinu og málin sem eru gefin upp eru málin á peysunni sjálfri. Gott er að hafa í huga að gert er ráð fyrir u.þ.b. 15–20 cm í hreyfivídd.  Ef fólk kýs minni hreyfivídd er hægt að velja minni stærð og lengja bol og ermar.

Grunnupplýsingar
Size: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL)
Yfirvídd: 101 (114) 120 (128) 135 (146) 156 (167) cm
Lengd á bol að aftan að frátöldu hálsmáli: 56 (58) 59 (61) 62 (63) 66 (68) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 lykkja og 30 umferðir slétt prjón á 4 mm prjóna

Yarn
Bio Shetland GOTS frá BC Garn: 200 (200) 250 (250) 300 (300) 350 (350) gr, prjónað með
Silk mohair frá Isager: 125 (150) 150 (175) 175 (200) 200 (225) gr

Bláa peysan er prjónuð í Bio Shetland í litnum Royal Blue og Silk mohair í lit nr 44. Rauða peysan er prjónuð í Bio Shetland í litnum Brick read og Silk mohair í lit nr. 65

Needles
Hringprjónar: 4 mm (30–40 cm), 4 mm (80 cm) og 3,5 mm (80 cm)
Sokkaprjónar: 4 mm