Sólskins ungbarnasett

$17,78

Sólskins ungbarnasett er hluti af Sólskinslínunni frá Vindu sem samanstendur af bæði fullorðins- og barnaflíkum. Munstrið á flíkunum er ætlað að líkja eftir geislum sólarinnar og þaðan kemur nafnið.  Settið samanstendur af opinni og lokaðri peysu, buxum og húfu.

Sólskins ungbarnapeysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka, slétt á réttunni og brugðið á röngunni. Hnappalistarnir eru prjónaðir samhliða peysunni sjálfri og hnappagöt á hægri hnappalista. Buxurnar eru prjónaðar neðan frá og upp. Fyrst eru skálmarnar prjónaðar í sitthvoru lagi en þegar réttri lengd hefur verið náð eru skálmarnar settar á lengri hringprjón og tengdar saman með því að fitja upp lykkjur á milli skálmanna. Húfan er prjónuð frá kollinum, fyrst í hring en svo fram og til baka fram að enni. Snúran er prjónuð eftirá.

Uppskriftin að Sólskins ungbarnasettinu kemur í sex stærðum. Eins og alltaf er mikilvægt að skoða vel stærðirnar sem eru í boði. Málin sem eru gefin upp segja til um stærðirnar á flíkunum sjálfum og ég hvet fólk til að skoða þau vel. Aldurinn sem er gefinn upp er ekki heilagur, nýfædd börn eru ólík að stærð en gott er að hafa í huga að minnsta stærðin er nokkuð smá.

Grunnupplýsingar:

Peysa
Stærðir: (0) 1-3 (3-6) 6-9 (9-12) 12-18 mánaða
Yfirvídd: u.þ.b. (46) 50 (52) 55 (56) 61 cm
Lengd á bol að framan frá hálsmáli: (23) 25 (27) 30 (32) 33 cm
Buxur
Yfirvídd: u.þ.b. (39) 43 (46) 48 (50) 52 cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 28 lykkjur og 38 umferðir slétt prjón á 3 mm prjóna

Yarn
Camper frá Kelbourne Woolens: (150) 200 (200) 200 (250) 250 gr (183m/50gr)
Þar af fer um það bil (70) 80 (85) 100 (110) 120 gr í peysuna

Needles
Hringprjónar: 2,5 mm (u.þ.b. 40 og 60 cm) og 3 mm (u.þ.b. 40 og 60 cm)
Sokkaprjónar: 2,5 og 3 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)

Other
Þrjú prjónamerki
(6) 6 (7) 7 (7) 8 tölur u.þ.b. 13-15 mm í þvermál