Um Vindu
Ég heiti Gunnhildur Sigurhansdóttir og er 42 ára, búsett í Reykjavík með eiginmanni, þremur unglingum og hundinum Flóka. Ég er menntuð í sagn- og kynjafræði og hef starfað lengi sem unglingakennari. Mamma kenndi mér að prjóna þegar ég var 7 ára gömul árið 1988 og ég hef verið prjónandi síðan. Framan af prjónaði ég bara eftir uppskriftum en í seinni tíð hef ég prjónað meira og meira eftir mínum eigin uppskriftum. Mér finnst langskemmtilegast að prjóna peysur en inn á milli prjóna ég ýmislegt annað eins og trefla og vettlinga.
Í árslok 2021 ákvað ég eftir mikla hvatningu fá eiginmanni og vinkonum að koma uppskriftunum mínum á blað og Vinda varð til. Ég vildi finna nafn á verkefnið sem væri íslenskt og hægt væri að fallbeygja en á sama tíma væri auðvelt að bera það fram erlendis. Maðurinn minn kom með hugmyndina að nafninu, mér fannst það strax fallegt. Það vísar í margt, að vinda garn og að vinda sér í hlutina og svo er það líka vindurinn. Á samfélagsmiðlum hef ég kosið að nota nafnið Vinda knits til að tengjast prjónaheiminum og já til að aðgreina mig frá kínversku hreinlætisvörufyrirtæki með sama nafni.
Við gerð uppskriftanna legg ég mikla áherslu á að hafa leiðbeiningarnar einfaldar og skýrar og reyni að útskýra tilgang þess sem verið er að gera hverju sinni. Sem kennari hef ég reynslu af því að skrifa fyrirmæli fyrir verkefni og líka reynslu af því að sjá hversu auðvelt er að misskilja fyrirmælin. Ekki hika við að hafa samband í tölvupósti ef eitthvað er óskýrt.