Skilmálar

Uppskriftir Vindu eru eingöngu til einkanota og má hvorki fjölfalda né dreifa til annarra. Einnig er óheimilt að selja uppskriftir þriðja aðila. Vörur prjónaðar eftir uppskrift má ekki selja nema með leyfi höfundar.

Þegar staðfesting um greiðslu hefur borist fær kaupandi sendan tengil til þess að hlaða niður PDF-skjali með uppskrift. Gætið þess að gefa upp rétt netfang. 

Vinda áskilur sér rétt til að breyta verði á vörum fyrirvaralaust. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um að þær kunni að vera rangar og/eða að um prent- eða innsláttarvillu sé að ræða.

Ekki er hægt að skila rafrænum uppskriftum sem keyptar eru á vefsíðu Vindu.

Greiðslumiðlun fer fram í gegnum örugga greiðslugátt Teya.

Komi upp ágreiningur milli seljanda og kaupanda um efni þessa skilmála eða vegna brota á þeim má bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.

Persónuvernd

Vinda gætir þess að farið sé með persónuupplýsingar viðskiptavina í samræmi við gildandi persónuverndarlög.

Vinda áskilur sér rétt til að nýta tölvupóstfang viðskiptavina til þess að hafa samband við þá í markaðslegum tilgangi.

Vinda notar vefkökur (e. cookies) og sambærilega tækni til þess að safna upplýsingum um notkun á vefsíðunni. 

Vinda deilir ekki upplýsingum um viðskiptavini eða aðra þá einstaklinga sem unnið er með persónuupplýsingar um til þriðja aðila, nema slík miðlun byggi á lagaskyldu eða dómsúrskurði.