Innigollan kemur í átta stærðum. Gott er að skoða vel yfirvíddina þegar þið veljið stærð. Ég mæli með að hafa u.þ.b. 10–15 cm hreyfivídd, sem þýðir að gott er að velja stærð sem er 10–15 cm víðari en ummálið á búknum þar sem hann er breiðastur.
Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL)
Yfirvídd: 104 (109) 114 (119) 124 (134) 139 (149) cm
Lengd á bol að aftan (að hálsmáli frátöldu): u.þ.b. 50 (52) 54 (57) 59 (61) 63 (65) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 16 lykkjur og 40 umferðir með aðferðinni sem er notuð í uppskriftinni á 4 mm prjóna
Garn
Saga frá Filcolana: 200 (200) 250 (250) 250 (300) 300 (350) gr (300m/50gr)
með Silk mohair frá Isager: 150 (150) 150 (175) 200 (225) 250 (250) gr (212m/25gr)
(Ljósgráa gollan er úr Saga í litnum Very Light Grey (melange) og Silk mohair í litnum 0
eða…
Tvinni frá Isager: 200 (200) 250 (250) 300 (300) 350 (350) gr (510m/100gr)
með Brushed lace frá Mohair by Canard: 150 (150) 150 (175) 200 (225) 250 (250) gr (212m/25gr)
Prjónar
Hringprjónar: 4 mm (60 og 80–100 cm), 3,5 mm (80–100 cm) og 3 mm (80–100 cm)
Sokkaprjónar: 4 og 3,5 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)
Annað
4 prjónamerki
4 tölur (u.þ.b. 2,5 cm í þvermál)